Matsmannafélag Íslands er félagsskapur viðurkenndra sérfræðinga á ýmsum sviðum.

„Matsmannafélag Íslands var stofnað árið 1987. Hlutverk og tilgangur félagsins er að vinna að eflingu hlutlauss mats verðmæta, sem til mats kunna að koma.

MFÍ er félag óháðra matsmanna á Íslandi sem starfað hefur að fræðslu um matstengd málefni og kennslu í húsaskoðun og matstækni í löggildingarnámi fasteignasala og sinnt kennslu fyrir dómkvadda matsmenn í samstarfi við Lögmannafélag Íslands og Dómstólasýsluna.“