Lög félagsins
Lög Matsmannafélags Íslands.
1. grein
Nafn félagsins er Matsmannafélag Íslands (skammstafað MFÍ). Félagssvæði MFÍ er allt landið. Lögheimili félagsins og aðsetur er í Reykjavík.
2. grein
Tilgangur félagsins er þessi
a) Að vinna að eflingu hlutlauss mats hverskyns eigna og réttinda sem geta haft fjárverðmæti og til mats geta komið, bæði hlutbundinna og óhlutbundinna.
b) Að vinna að því að hæfir matsmenn annist starfið.
c) Að vinna að eflingu sameiginlegra áhuga - og hagsmunamála félagsmanna og góðri samvinnu þeirra í milli.
d) Að vinna að viðurkenningu stjórnvalda á löggildingu matsmanna.
e) að efna til námskeiðahalds og fræðslufunda í matsfræðum.
3. grein
Umsækjandi um inngöngu í félagið verður að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
a) Að vera orðinn þrítugur. Veita má undanþágu í sérstökum tilvikum.
b) Að hafa unnið sem matsmaður eigi skemur en þrjú ár og geta vottfest að sú starfsreynsla henti til þess að veita veigamikla reynslu í þess konar mati, sem fellur undir starfssvið félagsins. Hægt er að veita undanþágu frá starfstíma þegar sérstaklega stendur á. Félagið getur krafist þess að sá sem sækir um inngöngu í félagið, gangi undir próf eða sanni hæfni sína á annan hátt, svo sem að hafa sótt námskeið sem stjórn félagsins viðurkennir og geri grein fyrir a.m.k. tveggja ára reynslu við matsstörf.
c) Að vera áreiðanlegur í fjármálum.
d) Að hafa óflekkað mannorð. Sá sem tekinn er inn í félagið verður skriflega að skuldbinda sig til þess að hlíta siðareglum þess og samþykktum.
e) Að hafa lokið námi í matsfræðum frá viðurkenndum háskóla eða hlotið hliðstæða menntun og hafa stundað matsstörf í a.m.k. 15 mánuði.
f) Nemendur í matstækni geta orðið aukafélagar í félaginu og verða sjálfkrafa aðalfélagar að loknu námi (30 eininga nám). Aukafélagar greiða hálft ársgjald.
Félagsmenn eru flokkaðir í tvo hæfnisflokka:
1. Matsmaður; sá sem hefur lokið við námskeið á vegum félagsins með fullnægjandi hætti, eða lagt fram matsgerðir sem bera hæfni hans sem matsmaður ótvírætt vitni.
2. Reyndur matsmaður; sá sem hefur framkvæmt 15 möt sem dómkvaddur eða samkvæmt beiðni annars aðila og skilað matsniðurstöðum í matsgerð.
Listi yfir félagsmenn og hæfnisflokkun þeirra skal staðfestur af stjórn MFÍ.
4. grein
Umsókn um inngöngu þarf að berast skriflega til stjórnar félagsins.
5. grein
Félagsmönnum ber að fara eftir þeim ákvæðum sem félagið samþykkir samkvæmt samþykktum þess. Með umsókn getur félagi sem af heilbrigðisástæðum eða eftir að hann er orðinn sjötugur og stundar ekki lengur matsstörf, orðið óvikur félagi. Félaginn greiðir þá hálft félagsgjald. Stjórnin getur útnefnt þá félagsmenn heiðursfélaga, sem til þess hafa unnið.
6. grein
Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og sendast stjórn félagsins.
7. grein
Greiði félagi ekki félagsgjald áður en árið er liðið, þrátt fyrir ítrekun, er stjórn félagsins heimilt að fella félagsréttindi hans niður. Stjórnin getur veitt undanþágu frá þessu ef sérstakar ástæður mæla með því. Stjórn getur vikið félaga úr félaginu um stundarsakir eða algjörlega ef hann:
a) Er sviptur lögræði.
b) Brýtur samþykktir félagsins eða siðareglur.
c) Neitar að fara eftir samþykktum aðalfundar.
d) Er dæmdur af almennum dómstóli fyrir eitthvað það, sem ekki getur samræmst óflekkuðu mannorði.
e) Sýnir skort á hæfni sem matsmaður.
Áður en manni er vikið úr félaginu um stundarsakir, eða til frambúðar, ber að gefa hlutaðeigandi kost á að verja mál sitt. Samþykkt um brottvikningu, tímabundna eða endanlega, má áfrýja til aðalfundar.
Áfrýjunarfrestur er 14 dagar - fjórtán dagar - eftir að hlutaðeigandi félaga hefur verið tilkynnt ákvörðun félagsstjórnar. Félaginn á rétt á að sitja aðalfund og taka þar til máls. Félagann á að boða með minnst 14 - fjórtán - daga fyrirvara. Samþykkt á aðalfundi um brottvikningu um takmarkaðan tíma, eða algjörlega, verður að hafa 2/3 hluta greiddra atkvæða að baki sér.
8.grein
Stjórn félagsins skipa fimm menn og tveir til vara. Formaður er kjörinn sérstaklega. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum. Stjórnin, þar með talinn formaður, er kjörinn til tveggja ára í senn. Úr stjórn ganga tveir aðalmenn og annar varamaður annað árið, en þrír aðalstjórnarmenn og annar varamaður hitt árið. Í fyrsta skipti með hlutkesti eftir eins árs setu. Stjórnin er ákvarðanahæf þegar meirihluti hennar er á fundi. Þegar atkvæði falla jafnt ræður atkvæði formanns. Stjórnin er kölluð saman þegar formanni eða minnst tveim öðrum stjórnarmönnum þykir þörf fyrir hendi.
9. grein
Stjórnin getur einnig skipað nefndir eftir því sem þörf er á.
10 grein
Stjórnin á að stýra starfsemi félagsins samkvæmt samþykktum, ákvörðunum á aðalfundi eða félagsfundi. Stjórnin getur kveðið á um öll málefni, sem samkvæmt samþykktum er ekki beint til aðalfundar eða félagsfundar, og samið álitsgerð um öll mál, sem leggja á fyrir aðalfund eða félagsfund, að frátöldum uppástungum um kjör á stjórnar- og varamönnum. Þrír stjórnarmenn skuldbinda félagið með undirskrift sinni.
11. grein
Félagsgjald og greiðsla fyrir útgefin rit er ákveðið fyrir eitt ár í senn og greiðist fyrir 30. júní ár hvert.
12. grein
Trúnaðarmenn félagsins og sérstaklega kjörnir nefndarmenn eiga kröfu á að fá greiðslu fyrir útgjöld í sambandi við nefndarstörf, hér með talinn ferðakostnaður, eftir mati stjórnar hverju sinni.
13. grein
Aðalfund skal halda í aprílmánuði ár hvert. Stjórnin boðar til hans með minnst 14 daga fyrirvara. Í fundarboði á að veita upplýsingar um mál sem taka á til meðferðar.
14. grein
Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðið. Hver félagi hefur eitt atkvæði á aðalfundi. Ekki er heimilt að fara með atkvæði fjarstaddra félaga.
15. grein
Á aðalfundi skal taka eftirgreind mál til umfjöllunar:
1. Skýrslu stjórnar
2. Ársreikninga.
3. Ákvörðun um félagsgjald.
4. Fjárhagsáætlun komandi árs.
5. Tillögur sem borist hafa frá félögum.
6. Kosningar: a) kosning formanns
b) kosning stjórnarmanna sem kjósa á
c) kosning varamanna í stjórn
d) kosning endurskoðenda
e) kosning kjörnefndar 3ja manna og eins til vara.
7. Önnur mál sem óskað er að aðalfundur fjalli um.
Til samþykkta á aðalfundi þarf einfaldan meirihluta greiddra atkvæða, nema þar sem samþykktir segja til um annað. 2/3 hluta greiddra atkvæða þarf til að breyta samþykktum.
16. grein
Auka - aðalfund má halda með minnst 14 daga skriflegum fyrirvara til félaganna eftir ákvörðun stjórnarinnar, eða þegar minnst 10 félagsmenn í félaginu krefjast þess. Á auka - aðalfundi er aðeins fjallað um þau mál, sem nefnd eru í fundarboði.
17. grein
Umfjöllun á aðalfundi, í stjórn og starfsnefndum er færð í fundargerðarbók.
Undir fundargerðarbók eiga að rita:
Fyrir hönd aðalfundar: Fundarstjóri og fundarritari.
Fyrir hönd stjórnarfundar: Stjórnarmenn þeir sem mæta
Fyrir hönd starfsnefnda: Nefndarmenn sem mæta.
18. grein
Félaginu má slíta samkvæmt samþykkt tveggja aðalfunda í röð. Til að slíta félaginu þarf 2/3 hluta þeirra félaga, sem mættir eru, samkvæmt ákvæðum í 14 grein. Þegar félaginu er slitið á aðalfundur, sem ákveður slíkt, að tilnefna 3ja manna nefnd, sem á að hirða skjöl félagsins og aðrar eignir. Eignir eiga að vera óhreyfðar í 3 ár meðan beðið er eftir því að nýtt félag verði stofnað. Ef nýtt félag hefur ekki verið sett á stofn innan þess tíma, falla eignir til þess, sem ákveðið var á þeim aðalfundi, sem leysti félagið endanlega upp.
Siðareglur félagsins:
Siðareglur Matsmannafélags Íslands
⦁ gr.
Allir félagsmenn í Matsmannafélagi Íslands (MFÍ) skulu í störfum sínum fara eftir siðareglum MFÍ. Félagsmenn verða einnig að sjá til þess að starfsmenn þeirra fylgi reglunum.
⦁ gr.
Félagsmenn skulu fylgja þeirri grundvallarreglu að starfshættir þeirra veki traust og virðingu út á við, skapi faglegri vinnubrögð og styrki samstarf og samstöðu félagsmanna.
⦁ gr.
Félagsmenn skulu leitast við að auka við faglega þekkingu sína og fylgjast á hverjum tíma vel með breytingum á þjóðfélagsaðstæðum. Félagsmönnum ber á hverjum tíma að fylgjast með þeim lögum, reglugerðum og samþykktum sem varða matsstörf eða snerta þau á einhvern hátt og skulu búa yfir lágmarksþekkingu á réttarfari og meðferð dómsmála. Félagsmönnum ber að taka beinan þátt í starfi félagsins.
⦁ gr.
⦁ Félagi getur ekki samið um að þóknun hans sé ákveðin, sem viss hundraðshluti matsupphæðar.
⦁ Félagsmaður getur ekki tekið við neinum óeðlilegum fríðindum, gjöfum eða þess háttar til viðbótar við þóknun fyrir matið.
⦁ gr.
Félagsmaður getur ekki tekið að sér mat, ef til staðar eru í sambandi við matsverkefnið aðstæður, sem eru þess valdandi að traust á óhlutdrægu mati hans verður minna. Þegar um álitamál er að ræða getur félagsmaður fyrirfram lagt málið fyrir stjórn félagsins til ákvörðunar.
⦁ gr.
⦁ Félagsmaður getur ekki staðfest mat, þar sem matsniðurstaða er byggð á öðrum forsendum en ríkjandi eru á matsdegi nema hann veki sérstaklega athygli á þessum forsendum matsins í matsgjörð.
⦁ Félagsmaður getur ekki staðfest mat, þar sem matsniðurstaða byggir á að gildandi lögum verði breytt, nema með því að vekja athygli á þessum matsforsendum í matsgerð. Í slíku tilviki á jafnframt að gefa upp matsniðurstöðu samkvæmt gildandi lagaákvæðum varðandi matsverkefnið á þeim tíma sem matið er framkvæmt.
⦁ Félagsmaður getur ekki staðfest mat á hluta eignar nema hann í matsgerð gefi greinilega til kynna að um hlutamat sé að ræða og að aðeins sé hægt að nota matið á þeim forsendum.
⦁ Félagsmaður getur ekki framkvæmt mat á fasteign með því að leggja saman hlutamat, nema greinilega komi fram í matsgerð að matsupphæð hefði orðið sú sama ef eignin hefði verið metin sem heild.
⦁ gr.
Félagsmenn eiga ekki að taka að sér verkefni, sem brjóta í bága við lög, opinberar reglugerðir, siðareglur eða góða viðskiptavenju. Sama gildir ef skilyrði eru augljóslega ósanngjörn. Félagsmönnum ber að fullvissa sig um að engum öðrum hafi verið falið verkefnið til einkameðferðar áður en þeir taka þau að sér. Ef öðrum félagsmönnum hefur verið falið verkefnið til einkameðferðar er félagsmanni óheimilt að taka að sér verkefnið nema einkaumboð til þess sé áður afturkallað og að uppgjör hafi farið fram. Óski viðskiptavinurinn eftir því að matsmaður vinni að tilteknu verkefni með öðrum matsmönnum er það þess matsmanns sem fyrst hafði verkefnið með höndum að samþykkja það.
Stjórn félagsins:
Ragnar Ómarsson, formaður til ársins 2024
Böðvar Páll Ásgeirsson, gjaldkeri til ársins 2025
Jón Trausti Guðjónsson, meðstjórnandi til ársins 2024
Erling Magnússon, meðstjórnandi til ársins 2025
Björn Ágúst Björnsson, meðstjórnandi til ársins 2025
Davíð Karl Andrésson, varamaður til ársins 2025
Karl Georg Ragnarsson, varamaður til ársins 2024